Gríptu töfluskrift, skyggnu eða skjal á fljótvirkan hátt. OneNote mun sníða og aðlaga svo það sé auðveldara að lesa. Við skynjum einnig skráðan texta svo að þú getur leitað að honum síðar.
Skissaðu skýringarmynd af töflunni með penna. Handskrifaðu alla minnispunkta ef þér finnst það eðlilegra en að skrá texta.
Ekki skrifa niður hvert orð úr fyrirlestri-aðeins mikilvæga hluta. OneNote tengir minnispunktana þína við hljóðskrána svo að þu getur hoppað beint til þess sem var sagt þegar þú skráðir hvern minnispunkt.
OneNote var hannað til að vera fljótvirkt og sveigjanlegt fyrir texta, verkefnalista og töflur. Ekki hafa áhyggjur af útliti, skráðu inn hvar sem þú vilt á síðuna.
Ef þú ert með tölvupóstinn þeirra getur þú deilt með þeim. Það er auðvelt og fljótlegt að byrja.
Hvort sem þú er í sama herbergi eða á öðrum stað, vinnið saman í rauntíma. Útgáfumerkingar segja þér hver er að vinna í hverju.
Í tíma, í herberginu þínu, í tölvuveri eða á kaffihúsi-getið þið unnið saman hvaðan sem er og á hvaða tæki sem er. OneNote samhæfist sjálfvirkt til að halda utan um allt fyrir þig, jafnvel þótt einhver fari af netinu.
Rannsóknir á vefnum eru mikilvægar í flestum verkefnum. Klipptu hvaða vefsíðu sem er í hvaða vafra sem er með einum smelli. Merktu síðuna í OneNote.
Geyma fyrirlestrarskyggnur og pappíra með minnispunktunum þínum. Skráðu minnispunkta ofan við eða til hliðar með því að slá þá inn eða með handskrift með griffli.
Skrifa ofan í myndir eða útprent. Skipuleggja með límmiðum, til að halda skipulagi á þínum hugmyndum. Gera athugasemdir einfaldlega með því að skrifa á spássíur.
Safnari eða staflari? OneNote elskar báða. Haltu minnispunktunum þínum og verkefnu í skipulagi með því að stofna glósubækur og kafla. Leitaðu og finndu á auðveldan hátt þann texta sem þú skrifaðir, klipptir eða handskrifaðir.