Skipt úr Evernote yfir í OneNote
Það er okkur sönn ánægja að þú sért að íhuga að færa þig yfir í OneNote. Forritið er hluti af Office-pakkanum og því mun það koma þér kunnuglega fyrir sjónir.
Skapaðu eftir eigin höfði
Hægt er að handskrifa eða slá inn texta hvar sem er, klippa út efni af netinu eða setja inn efni úr Office-skjölum.
Unnið saman
Mótaðu hugmyndir með samstarfsfólki eða skipuleggðu matseðilinn með fjölskyldunni. Sjáðu til þess að allir séu á sömu blaðsíðunni.
Hægt að handskrifa glósur
Handskrifaðu glósurnar þínar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri með formum og litum.
Athugaðu: Eldri útgáfa af innflutningstóli Evernote til OneNote var tekin úr notkun í september 2022
OneNote og Evernote. Hver er munurinn?
OneNote og Evernote eiga margt sameiginlegt en okkur grunar að einstakir eiginleikar OneNote verði þér að skapi, t.d. sveigjanlega vinnusvæðið, aðgangur að glósum án nettengingar og ótakmarkaður glósufjöldi sem búa má til.

OneNote Evernote
Fáanlegt á Windows, Mac, iOS, Android og sem vefforrit
Samstilla tölvupóst í öllum tækjum Takmarkað við tvö tæki með Evernote Basic. Krefst Evernote Plus eða Premium til að samstilla í öllum tækjum.
Aðgangur að glósum í fartækjum án nettengingar Nota þarf Evernote Plus eða Premium
Ótakmörkuð upphleðsla í hverjum mánuði 60 MB/mán. (ókeypis)
1 GB/mán. (Evernote Plus)
Hægt er að skrifa hvar sem er á síðuna með sveigjanlega vinnusvæðinu
Efni deilt með öðrum
Klippa efni af vefnum
Hægt að vista tölvupóst inn í glósur Nota þarf Evernote Plus eða Premium
Breyta nafnspjöldum í stafrænar upplýsingar Nota þarf Evernote Premium
Evernote er vörumerki Evernote Corporation