Hugmyndir taka á sig mynd í OneNote

Sækja forritið

Sækja


Skapaðu eftir eigin höfði

Hriparðu frábærar hugmyndir niður á servíettur og minnismiða? Eða ertu skipulagðari en það? Með OneNote geturðu mótað hugmyndir eftir eigin höfði. Skrifaðu, sláðu inn eða teiknaðu með penna. Leitaðu og klipptu út af vefnum til að koma mynd á hlutina.

Spjaldtölva sem sýnir OneNote í Windows 10

Samvinna með hverjum sem er

Teymið þitt vinnur að uppfinningu aldarinnar. Fjölskyldan er að skipuleggja matseðilinn fyrir hátíðirnar. Vertu á sömu síðu og aðrir og sjáðu hvað er að gerast hvar sem þú ert.

Mynd af manneskju að vinna með OneNote í spjaldtölvu

Handskrifaðu glósur

Viðbúin. Tilbúin. Teikna. Penni eða fingurgómur er það eina sem þú þarft. Skrifaðu glósur fríhendis og umbreyttu þeim í texta síðar. Auðkenndu það sem er mikilvægt og gefðu hugmyndum lit eða form.

Bjartir litir dregnir með Surface-penna

Aðgangur hvar sem er

Tékkaðu á þessu. Það er einfalt fyrir þig að sækja efnið þitt, jafnvel án nettengingar. Byrjaðu í tölvunni og uppfærðu svo glósur í símanum þínum. OneNote virkar á öllum tækjum og stýrikerfum.

Mynd af OneNote á iPad, iPhone og Apple Watch
Betra með Office

OneNote er hluti af Office-fjölskyldunni sem þú þekkir nú þegar. Settu punkta úr tölvupósti í Outlook inn í glósurnar þínar eða settu inn töflu úr Excel. Þú kemur meiru í verk með því að nýta þér öll uppáhalds Office-forritin þín.

Mynd af skrifstofuhúsnæði

}

Tengst í kennslustofunni

Leiddu nemendur saman á samvinnuvettvangi eða aðstoðaðu nemendur í einkaglósubókum þeirra. Engin nauðsyn að prenta út. Þú getur skipulagt kennslustundir og dreift verkefnum úr miðlægu efnissafni.

Kynntu þér bekkjarglósubækur

Mynd af OneNote í Surface Book